PRJÓNAÐ Í TAKT: prjónað við trommuleik
16:00 - 19:00
PRJÓNAÐ Í TAKT: prjónað við trommuleik
Sunnudag 22. maí kl. 16:00-19:00
Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður býður þátttakendum í taktfast samprjón við undirleik Sigtryggs Baldurssonar (slagverk) og Steingríms Guðmundssonar (tabla).
Afrakstur smiðjunnar öðlast svo sjálfstætt líf og verður til sýnis í Hörpu meðan á Listahátíð stendur.
The Weather Diaries í Norræna húsinu
Viðburðurinn er styrktur af Ístex
Dagskrá Listahátíðar í Norræna húsinu:
22. maí kl. 16:00-19:00, Prjónasmiðja undir handleiðslu Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar. Tónlist: Sigtryggur Baldursson (slagverk) og Steingrímur Guðmundsson (tabla).
28. maí kl. 13:00-15:00. Ritsmiðja fyrir börn með Gerði Kristnýju rithöfundi.
29. maí kl. 11:00-13:00.Ritsmiðja fyrir börn með Gerði Kristnýju rithöfundi.
3. júní, kl. 16:00—17:00
Sköpunarkraftur úr Norður-Atlantshafi – hönnunarspjall með grænlenska fatahönnuðinum Bibi Chemnitz og Guðrúnu Rógvadóttur frá færeyska tískumerkinu Guðrun & Guðrun.
3. júní, kl. 17:00—18:00
Drekar og loðlingar. Listamannaspjall með Hrafnhildi Arnardóttur (einnig þekkt sem Shoplifter) og Jóhönnu Methúsalemsdóttur stofnanda Kría Jewelry.
3. júní, kl. 18:00—19:00
Tónlistargörningur eftir Kristínu Önnu Valtýsdóttur og Shoplifter. Leiðsögn í sýningarrými.
Þátttaka í viðburðunum er ókeypis.
Skráning