PRJÓNAÐ Í TAKT: prjónað við trommuleik


16:00 - 19:00

PRJÓNAÐ Í TAKT: prjónað við trommuleik

Sunnudag 22. maí kl. 16:00-19:00

Það er sýningin The Weather Diaries (þýð. Veðurdagbækurnar) sem tengir saman þá ólíku viðburði sem Norræna húsið býður upp á í tengslum við Listahátíð.

Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður býður þátttakendum í taktfast samprjón við undirleik Sigtryggs Baldurssonar (slagverk) og Steingríms Guðmundssonar (tabla).

Afrakstur smiðjunnar öðlast svo sjálfstætt líf og verður til sýnis í Hörpu meðan á Listahátíð stendur.

Prjón getur verið bæði listrænn miðill og framleiðsluaðferð en markmiðið með þessum prjónagjörningi er að auka skilninginn á menningarlegu og listrænu gildi prjóns. Gjörningurinn opnar huga þátttakenda fyrir möguleikunum sem prjónið býr yfir, hvort sem þeir kunna að prjóna eður ei.
„Animated“ myndband sýnir á dáleiðandi hátt hvernig prjónavoðin byggist upp lykkju eftir lykkju og hvernig endi bandsins liðast um í gegnum lykkjuna. Það sýnir á einfaldan máta verkfræðina á bak við prjónið. Videóverkið og tónlistin byggja upp gjörninginn í takt við prjónið.
Þátttakendur eru beðnir um að mæta með prjóna og garn fyrir gróft prjón. Þeir reynslumeiri enduruppgötva prjónið sem listrænan miðil, þeir reynsluminni uppgötva að auðvelt er að læra að prjóna og nota garn. Þátttakendur eru leiddir í ferðalag í gegnum prjónið og mun afrakstur gjörningsins vera til sýnis meðan á Listahátíð stendur.
Tryggðu þér frímiða ,,kaupa miða“ hér á tix.is
Stjórnandi: Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður
Tónlist: Sigtryggur Baldursson (slagverk), Steingrímur Guðmundsson (tabla)
The Weather Diaries í Norræna húsinu

Viðburðurinn er styrktur af Ístex

Dagskrá Listahátíðar í Norræna húsinu:

22. maí kl. 16:00-19:00, Prjónasmiðja undir handleiðslu Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar. Tónlist: Sigtryggur Baldursson (slagverk) og Steingrímur Guðmundsson (tabla).

28. maí kl. 13:00-15:00. Ritsmiðja fyrir börn með Gerði Kristnýju rithöfundi.
29. maí kl. 11:00-13:00.Ritsmiðja fyrir börn með Gerði Kristnýju rithöfundi.

3. júní, kl. 16:00—17:00
Sköpunarkraftur úr Norður-Atlantshafi – hönnunarspjall með grænlenska fatahönnuðinum Bibi Chemnitz og Guðrúnu Rógvadóttur frá færeyska tískumerkinu Guðrun & Guðrun.

3. júní, kl. 17:00—18:00
Drekar og loðlingar. Listamannaspjall með Hrafnhildi Arnardóttur (einnig þekkt sem Shoplifter) og Jóhönnu Methúsalemsdóttur stofnanda Kría Jewelry.

3. júní, kl. 18:00—19:00
Tónlistargörningur eftir Kristínu Önnu Valtýsdóttur og Shoplifter. Leiðsögn í sýningarrými.

Þátttaka í viðburðunum er ókeypis.
Skráning