Pikknikktónleikaröð – Myrra Rós


15:00

Pikknikktónleikaröð

Alla sunnudaga í sumar kl. 15:00 frá 26. juní– 14. ágúst.

Frítt inn!

Í dag 17. júlí spilar: Myrra Rós
Myrra Rós hefur búið til sinn eigin litla heim á íslensku tónlistarsenunni með djarfri og einlægri þjóðlagatónlist. Heimur Myrru er brothætt og harmónísk og þar er pláss fyrir sterkar tilfinningar.

Hin árlega Pikknikktónleikaröð Norræna hússins hefst 26.juní og fer fram í gróðurhúsi Norræna hússins.  Alla sunnudaga í sumar gefst þér tækifæri á að heyra fjölbreytta tónlist frá íslenskum tónlistarmönnum í notalegu umhverfi við Vatnsmýrina. Veitingarstaður Norræna hússins, AALTO Bistro er opinn alla sunnudaga frá kl 11:30 – 17:00 og selur drykki og veitingar sem tilvalið er að gera sér pikknikk úr.

Aðgangur á tónleikana er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Flytjendur eftir dagsetningum

26 júní: Ingunn Huld
3 júlí: Funi
10 júlí: Ellen Kristjáns
17 júlí: Myrra Rós
24 júlí: ÍRiS
31 júlí: Anna Jónsdóttir 
7 ágúst: Markús and the Diversion Sessions  
14 ágúst: Magnús R. Einarsson tríó 

Ef veðrið er vont færast tónleikarnir inn í Sal Norræna hússins.

pikknikk-1220x550