PIKKNIKK TÓNLEIKAR: Stijn Brinkman


15:00
Gróðurhús
Aðgangur ókeypis

Sumartónleikaröð Norræna hússins heldur áfram! Næst á dagskrá tónlistarmaðurinn Stijn Brinkman, sunnudaginn 16. júlí kl 15:00. Tónleikarnir fara fram í Gróðurhúsi Norræna hússins og er frítt inn.

Á fjórðu tónleikunum í PIKKNIKK Sumartónleikaröð Norræna hússins býður tónlistarmaðurinn Stijn Brinkman upp á tónleika og listinnsetning um ást til heimsins í kringum okkur, byggða á skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Afleggjarinn, 2007 og IPCC’s Special Report on the Ocean and Cryosphere in a Changing Climate. Hann kannar í gegnum tónlist, dans og spegla hvernig gróðurhúsið getur bæði ræktað og hindrað þessa ást.

 

Á þessum tónleikum mun saxafónleikarinn Moritz Christiansen spila með Stijn Brinkman.

Öll velkomin!


Pikknikk tónleikasería ársins er skipulögð af José Luis Anderson. 

Hægt er að versla veitingar hjá SÓNÓ og taka með sér út.