PIKKNIKK TÓNLEIKAR: Sara Flindt
15:00
Gróðurhús
Aðgangur ókeypis
Verið velkomin á aðra tónleika PIKKNIKK Sumartónleikaröð Norræna hússins. Næst er það Sara Flindt sem spilar fyrir okkur sunnudaginn 2. júlí. Tónleikarnir fara fram klukkan 15:00 í Gróðurhúsi Norræna hússins og er frítt inn.
Sara Flindt sem er fædd í Danmörku og uppalin á Íslandi, mótaðist í æsku af skóglendi og talar nú til okkar frá heimili sínu á vindblásnu grjóti. Hún notar hljóð til að ferðast á milli heima: milli landslags, draumalandslags og tækniheima. Með heimatilbúnu pedalabretti umbreytir Sara rödd sinni í bæði tjáningu á sjálfri sér og „hlut“ utan hennar. Í tónlist hennar keppa skilningarvit og draumar við minnið á hátt sem er í senn ruglandi sem og afhjúpandi og Sara blandar því lífræna og tæknilega saman við leikgleði sem er jafn viðkvæm sem hún er dulræn.
Pikknikk tónleika sería ársins 2023 er skipulögð af José Luis Anderson.
Hægt er að versla veitingar hjá SÓNÓ og taka með sér út.