Pikknikk tónleikar – Hafdís Huld
15-16
Gróðurhús Norræna hússins / 6 ágúst kl. 15 / Aðgangur ókeypis
Hafdís Huld skaust fyrst fram á sjónarsviðið á 10 áratugnum sem söngkona Gus Gus, þá nýfermd. Eftir að hún sagði skilið við Gus Gus fluttist hún til Stóra-Bretlands og lagði þar stund á framhaldsnám í tónlist. Fyrsta plata hennar „Dirty Paper Cup“ kom síðan út árið 2006 og fékk góðar viðtökur hérlendis sem erlendis og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sama ár fyrir bestu popp plötuna. Síðastliðin ár hefur Hafdís ásamt hljómsveit sinni komið fram á mörgum að þekktustu tónlistar hátíðum heims og má þar til dæmis nefna South by south west í Bandaríkjunum, Glastonbury í Bretlandi og Les femmes S’en Melent í Frakklandi.