PIKKNIKK – Margrét Arnardóttir – 12 júní
15:00
Gróðurhús
Aðgangur ókeypis
Við höldum áfram með PIKKNIKK tónleikaröðina okkar í sumar!
Margrét Arnardóttir (IS) tekur af skarið og spilar fyrst í röðinni sunnudaginn 12. júní.
Margrét Arnardóttir, harmonikkuleikar,i hefur tekið þátt í mörgum stórum verkefnum í íslensku leik- og tónlistarlífi. Hún hefur unnið með tónlistarmönnum eins og Prins Póló, Bubba Morthens, Sóley og Benna Hemm Hemm. Auk þess hefur hún tekið þátt í sýningum af ýmsu tagi, samið tónlist fyrir leiksýningar og verið hluti af Reykjavik Cabaret. Á tónleikunum mun Margrét leika tónlist úr ýmsum áttum en franska þemað verður allsráðandi. Hún mun koma fram ásamt nokkrum góðum félögum.
Eins og alltaf er ókeypis á tónleikana og fara þeir fram utandyra ef veður leifir.
Hægt verður að kaupa veitingar frá SÓNÓ.