Tónleikar með píanóleikaranum Mark Damisch
20:00
Tónleikar með píanóleikaranum Mark Damisch í Norræna húsinu föstudagskvöldið 3. ágúst kl. 20
Þetta er í annað sinn sem Mark Damisch heimsækir Norræna húsið og spilar fyrir gesti. Tónleikarnir eru ókeypis og eru allir velkomnir.
Mark Damisch er bandarískur píanóleikari. Hann byrjaði tónlistarmenntun sína á orgeli í tónlistarháskólanum í Evanston þegar hann var aðeins fjögura ára. Þegar hann var 7 ára spilaði hann á sínu fyrstu tónleikum. Árið 1974, þegar hann var enn unglingur, tók Mark þátt í röð tónleika í Evrópu sem píanóleikari og sem söngvari í drengjakór Vínaborgar. Á meðan Mark var á tónlistarferð í Mirabels garðinum í Salzburg, fékk hann þá hugmynd að hefja tónlistarferil sinn einleikari.
Allar götur síðan hefur Mark Damisch spilað á píanó og skipulagt tónleika um allan heim . Árið 1980-81, á meðan Mark lærði lögfræði, skipulagði Mark röð tónleika til góðgerðarmála fyrir lögmannsaðstoð í Chicago.
Hann hefur fram til dagsins í safnað yfir 1 milljón bandaríkjadala fyrir mörg góðgerðasamtök um allan heim. Mögulegt verður að leggja Mark lið í söfnun sinni á tónleikunum, hér er hægt að kynna sér þau góðgerðarmál sem Mark hefur safnað féi fyrir.
Tónleikarnir eru ókeypis og eru allir velkomnir!