Lífeyrissjóðir fyrir hverja? -Streymi


15:00

Lífeyrissjóðir fyrir hverja?

Stjórnmálasamtökin Dögun munu halda borgarafund 1. maí kl. 15:00 í Norræna húsinu. Fundurinn fer fram á íslensku og er opinn öllum.

Streymt er frá viðburðinum hér:


Fundarstjóri: Ása Lind Finnbogadóttir

Frummælendur:

Dr. Herdís D. Baldvinsdóttir

Dr. Ásgeir B. Torfason

Benedikt Sigurðsson

Ragnar Þór Ingólfsson

 

Helstu spurningar:

– Eru lífeyrissjóðirnir ríki í ríkinu?

– Eru lífeyrissjóðirnir of stórir?

– Eru lífeyrissjóðirnir of valdamiklir?

– Eru tengsl forystu launamanna og atvinnurekenda eðlileg innan lífeyrissjóðakerfisins – er það launamanninum til góðs?

– Er áhættubrask lífeyrissjóðanna réttlætanlegt?

– Er ekki hagnaðarvon fjárfesta andstæð launakröfum launamanna?

– Eru lífeyrissjóðirnir of margir?

– Stuðlar lífeyrissjóðakerfið að viðhaldi verðtryggingarinnar?

– Fimmtungur launa í kerfið – er lífeyrissjóðakerfið sjálfbært?

– Er ekki hægt að reka kerfið á einfaldari hátt?

– Gegnumstreymiskerfi?

– Einn lífeyrissjóður?

– Lýðræðislega kjörnar stjórnir?

 

Stjórnmálasamtökin Dögun vilja stuðla að upplýstri umræðu um íslenska lífeyrissjóðakerfið.

 

Herdís Dröfn Baldvinsdóttir lauk doktorsprófi í atvinnulífsfræðum frá Lancaster háskóla. PhD verkefnið fjallaði um tengslanet fjárhagslegra valda á Íslandi. Herdís er með MA próf frá Lancaster háskóla en áður hafði hún lokið BA prófi í sálarfræði frá HÍ. Herdís hefur stýrt fjölmörgum rannsóknar og þróunarverkefnum sl áratugi á ýmsum sviðum. Starfaði fyrir Norrænu Ráðherranefndina sem Rannsóknarstjóri Neytendamála í 7 ár. Er í dag sjálfstætt starfandi fræðimaður og er búsett í Bretlandi.

Ásgeir Brynjar Torfason er lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi frá Gautaborgarháskóla árið 2014 og fjallaði ritgerð hans um flæði fjármagns í bankakerfinu. Fyrri hluta doktorsnámsins stundaði hann einnig rannsóknir á verðmati eigna á efnahagsreikningum og langtíma fjárfestingar í fasteignum. Þá var hann svæðisstjóri Norðurlandanna hjá alþjóðlegum fagfjárfestasjóði fyrir fasteignir fyrirtækja. Ásgeir hefur einnig lokið alþjóðlegu MBA námi í rekstrarhagfræði frá Norwegian Business School (norska viðskiptaháskólanum) BI í Ósló og er með BA gráðu í heimspeki og hagfræði frá Háskóla Íslands.

Benedikt Sigurðarson er framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi. Hann tók meistarapróf í stjórnun og stjórnsýslu í Vancouver í Kanada, og er með BA­gráðu í uppeldisfræði og kennsluréttindi í grunnskóla og framhaldsskóla. Benedikt var skólastjóri í 13 ár og sérfræðingur við RHA og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. Benedikt er samfélagslegur aktivisti og hefur tjáð sig um lífeyrissjóðina og vandamál verðtryggingar og harðrar ávöxtunarkröfu í lokuðu hagkerfi.

Ragnar Þór Ingólfsson er sölustjóri hjá Erninum og auk þess er hann stjórnarmaður í VR .Hann hefur lengi látið málefni lífeyrissjóðanna til sín taka. Hann hefur barist fyrir breytingum á lífeyrissjóðakerfinu og gagnrýnt verkalýðshreyfinguna fyrir aðgerðarleysi. Einnig hefur hann tekið þátt í starfi Hagsmunasamtaka heimilanna.