OPNUN: Sequences – Get ekki séð: Vatn


18:00
Aðgangur ókeypis

Verið velkomin á opnun á Sequences – Get ekki séð: Vatn, í Hvelfingu Norræna hússins kl 18:00. 

Sýningunni „Get ekki séð“ er skipt í fjóra kafla: Jarðvegur, Neðanjarðar, Vatn og Frumspekivíddin og eru þeir sýndir í Kling og Bang, Nýlistasafninu, Norræna húsinu og Safnahúsinu. Kaflarnir fjórir veita innsýn í rýmin og andartökin sem mannlegt auga nemur yfirleitt ekki: allt frá hafsbotni og jarðlögunum að braki fortíðar og draumum um framtíðina. Sögurnar eru sagðar frá ýmsum sjónarhornum, allt frá blendingsfuglum að bakteríum, að sjávarlífverum, ævafornu tré eða óþreytandi vindinum. Markmiðið er að velta upp ólíkum leiðum til að sjá og upplifa heiminn og fjarlægjast þannig þau sjónarhorn sem við eigum að venjast. Teygjanlegur tími leyfir okkur að ferðast langt aftur í goðsagnakennda fortíð eða ímynda okkur ókomna framtíð.

Sýningin í Norræna húsinu er VATN.

Listamenn: 

Anna Niskanen (FI)

Gústav Geir Bollason (IS)

Edith Karlson (EE)

Emilija Škarnulytė (LT)

Katja Novitskova (EE)

Guðrún Vera Hjartardóttir (IS)

Sýningarstjórar: Marika Agu, Maria Arusoo, Kaarin Kivirähk, Sten Ojavee (Estonian Centre for Contemporary Art)

SJÁ upplýsingar um alla dagskrá hátíðarinnar á heimasíðu Sequences. 

 

 

Aðgengi: Sýningin er staðsett í Hvelfinu sýningarrými í kjallara Norræna hússins. Aðgengi fyrir hjólastóla er með lyftu frá aðalhæð hússins. Aðgengilegt salerni er á aðalhæð hússins og öll salerni eru kynhlutlaus.