
Öll fjölskyldan er velkomin á sögustund á sænsku!
10:30 - 11:00
Lesturinn fer fram á barnabókasafni en þar stendur yfir sýningin Lína, lýðræðið og raddir barna!
Við fögnum 80 ára afmælisári Línu Langsokks með sýninginu sem gefur innsýn í ævintýralegan heim einnar vinsælustu sögupersónu barnabókanna.
Sögumenn velja sjálfir Línubækur sem þeir tengja við og sumir þeirra blanda tónlist inn í sögustundina. Með upplestrinum er gerð tilraun til þess að leiða börnin í huglægt ferðalag þar sem þau fá að upplifa frelsi og sjálfstæði hinnar einstöku Línu.
Að loknum stuttum upplestri eru gestir hvattir til að vera áfram og njóta þess sem bókasafnið hefur upp á að bjóða. Hægt er að taka þátt í gagnvirkum leikjum í tengslum við sýninguna Lína, lýðræðið og raddir barna! Pappír, liti og skæri er hægt að nálgast á afgreiðsluborði bókasafnsins. Þeir sem búa til sína eigin Línuteikningu eða sitt eigið Línulistaverk geta hengt það upp í sérstökum römmum á sýningunni.
Lítið horn bókasafnsins er áfram tileinkað Norræna bókagleypinum. Þar má finna norrænar bækur og teikningar úr völdum myndabókum sem tilheyra bókagleypinum. Norræni bókagleypirinn er gagnagrunnur með fræðsluefni sem tengist myndabókum sem allar hafa verið tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Gagnagrunnurinn er ókeypis og aðgengilegur á öllum norðurlandamálum á síðunni bokslukaren.org.
Opnunartími og aðgengi: Barnabókasafn Norræna hússins er öllum opið, aðgengi fyrir hjólastóla er í með lyftu frá aðalinngangi og þaðan í gegnum sýningarrýmið Hvelfingu. Aðgengilegt salerni og skiptiaðstaða er á aðalhæð hússins. Starfsfólk bókasafns veitir frekari upplýsingar og aðstoð sé hennar þörf. Opnunartími er ÞRI-SUN kl. 10:00-17:00. Aðgangur að bókasafninu og öllum viðburðum er ókeypis.