Öld barnsins: norræn hönnun fyrir börn frá 1900 til dagsins í dag


11-17

Öld barnsins: Norræn hönnun fyrir börn frá 1900 til dagsins í dag

Glæsilega hönnunarsýning í Norræna húsinu, síðasti sýningardagur 28. febrúar 2017.

Sýningin höfðar til gesta á öllum aldri og á sýningartímanum verður hægt að fræðast um og upplifa margbreytilega hönnun fyrir börn, bæði innan- og utandyra. Norræna húsið býður alla velkomna inn í heim barnanna!

bObles_stort_web_banner

Sýningin er opin alla daga frá kl. 11- 17

Um Öld barnsins

Á sýningunni Öld barnsins er í fyrsta skipti tekin saman norræn hönnun fyrir börn frá upphafi 20. aldar til dagsins í dag. Titillinn er fenginn að láni frá bók með sama nafni, skrifuð af einum framsæknasta hugsuði Svía, Ellen Key, sem þegar árið 1900 lýsti því yfir að 20. öldin skyldi verða „öld barnsins“.

Norðurlöndin hafa um langt skeið verið í fararbroddi hvað varðar hönnun fyrir börn. Norrænir hönnuðir, arkitektar og listamenn hafa lagt sitt af mörkum til að styrkja vitsmunalegan, tilfinningalegan og líkamslegan þroska barna gjörvalla 20. öldina. Sýningin samanstendur af valinni hönnun af ýmsum toga, s.s. húsgögnum, leikföngum, bókum, fatnaði, skólahúsnæði, leikvöllum og opinberu rými, veggspjöldum og auglýsingum, heilbrigðis- og öryggisvörum, listaviðburðum og hjálpartækjum fyrir börn. Í stuttu máli kynnir sýningin efnisheim barna og barnamenningar.

Sýningin inniheldur mörg þekktustu verk norrænnar hönnunar, þar með talið marga einstaka safngripi. Á sýningunni eru þekkt verk eftir Alvar Aalto, Ólaf Elíasson, Arne Jacobsen, Kay Bojesen, Carl og Karin Larsson, Peter Opsvik og Tove Jansson – og nokkur af vinsælustu vörumerkjum heims á borð við BRIO, LEGO og Marimekko.

Bryggja - IMG_2781 - 300pt

Miðar fást við innanginn á neðri hæð Norræna hússins

Fullorðnir: 1.000 kr.
Námsmenn: 500 kr.
Yngri en 18 ára: Frítt
Öryrkjar og eldri borgarar 67+: Frítt
Hópar 10+: 500 kr.

 

Heill heimur fyrir börn í Norræna húsinu

Í tilefni af sýningunni mun Norræna húsið opna nýtt og endurgert barnabókasafn og íslenskan viðauka við norrænu sýninguna þar sem efni hefur verið valið af Norræna húsinu í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Elísabetu V. Ingvarsdóttur hönnuð og hönnunarsagnfræðing.
Í maí opnaði Norræna húsið jafnframt klifur-leiksvæði fyrir framan húsið í samstarfi við íslenska leiktækjaframleiðandann Krumma. Klifurklettarnir eru úr línunni FLOW frá Krumma, sem bæði er hönnuð og framleidd á Íslandi.

IMG_1958

Sýningin mun teygja sig inn í nýja árið 2017. Á sýningartímanum býður Norræna húsið upp á margvíslegar vinnustofur, fyrirlestra og málstofur. Oftar en ekki verða viðburðirnir sérsniðnir fyrir börn. Fylgstu með á www.nordichouse.is eða www.facebook.com/norraenahusid.

Tilurð sýningarinnar

Sýningarstjórar Öld barnsins eru Aidan O´Connor og Elna Svelne og sýningin er framleidd af Vandalorum í Svíþjóð í samstarfi við Designmuseum Danmark og Designmuseo Helsinki. Öld barnsins er sprottin upp af sýningunni Century of the Child: Growing by Design, 1900-2000, sem haldin var á The Museum of Modern Art í New York árið 2012, undir stjórn Juliet Kinchin og aðstoðarkonu hennar Aidan O’Connor á arkitekta- og hönnunardeild MoMA.

Öld barnsins hefur hlotið fádæma góðar viðtökur í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi, þar sem hún hefur verið sýnd undanfarin tvö ár.
Sýningarhönnun og -stjórn í Norræna húsinu annast Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt.
TVG Zimsen styrkir Öld Barnsins á Íslandi.

logo

Nánari upplýsingar:
info@nordichouse.is
sími: 5517030