Norrænar Kvikmyndir í Fókus //stuttmyndir


12-15:30

Frímiðar

Norrænar Kvikmyndir í Fókus // Roy Anderson

Norræna húsið sýnir fimm stuttmyndir eftir Roy Anderson. Myndirnar eru sýndar í röð frá kl. 12:00-15:30. Tryggðu þér frímiða á tix.is.

Engar auglýsingar / Enskur texti / talað mál sænska

Eitthvað gerðist (Någonting har hänt, 1987) 24 mínútur
Í þessari mynd reyndir Andersson að greina jafnt staðreyndir og goðsagnir sem tengjast uppgötvun og útbreiðslu eyðniveirunnar, en myndin er styrkt af heilsugæsluyfirvöldum í Svíþjóð (Socialstyrelsen) og hefur verið sýnd í skólum, framhaldsskólum og háskólum um alla Svíþjóð.

Laugardagur 5. október (Lördagen den 5.10, 1969) 48 mínútur
Þessi svarthvíta kvikmynd frá sjöunda áratug síðustu aldar er borgarsaga sem gerist á einum degi. Ungur maður ætlar að eiga ánægjulegan dag með kærustunni, en ýmislegt verður til að valda honum angist og áhyggjum.

Að ná í hjól (Hämta en cykel, 1968) 17 mínútur
Þessi kvikmynd er í lit og lýsir, í brotakenndum myndum sem snerta áhorfandann djúpt, morgni í lífi ungra elskenda. Að ná í hjól sýnir okkur á fallegan og nærfærinn hátt hvernig þessi ástföngnu ungmenni búa sig undir nýjan dag og má kalla mínímalíska rannsókn á því sem gerist þegar maður fer vitlausum megin fram úr.

Að heimsækja son sinn (Besöka sin son, 1967) 9 mínútur
Sagan í myndinni er um foreldra (Lars Karlsteen, faðirinn, og Maud Backeus, móðirin) sem koma í heimsókn til sonar síns (Peter Egge) og kærustu hans (Kajsa Wilund) í fyrsta skipti. Faðirinn er mjög óánægður með aðstæðurnar á heimilinu og lætur óánægju sína stöðugt í ljós. Sonurinn gerir sitt besta til að hunsa frekju og yfirgang föður síns og sneiða hjá rifrildi …

Hinn dásamlegi heimur (HÄRLIG ÄR JORDEN, 1990) 16 mínútur
Hópur fólks stendur við sendiferðabíl í útjaðri borgar. Nöktu fólkinu er smalað inn í bílinn og hurðinni lokað. Púströrið er síðan tengt inn í bílinn sem keyrir með fólkið í hringi. Karlmaður á miðjum aldri lítur spyrjandi inn í myndavélina.

Sýningartími Stuttmynda:

Laugardagur 23. feb. kl. 12:00 – 15:30
Sunnudagur 24. feb, kl. 12:00 – 15:30 

Frímiðar

Sýning í  ATRIUM Norræna hússins

Samhliða sýningum á helstu kvikmyndum Andersson á fjögurra daga tímabili verður sýningin „En gaman að heyra að þið hafið það gott“ sett upp í Atrium Norræna hússins, en sýningin hverfist um efni sem tengist þrísögunni.