FRESTAÐ Norðurlöndin væn og græn? – Dagur Norðurlanda


17:00-18:30

Þessum viðburði hefur verið frestað. Frekari upplýsingar koma síðar.

Í tilefni dags Norðurlanda mánudaginn 23. mars býður Norræna félagið á Íslandi og Norðurlönd í fókus upp á dagskrá í Norræna húsinu kl. 17.00-18.30.

Til umræðu verður hversu vel gengur að skapa lífvænlegt og öruggt umhverfi á Norðurlöndum í ljósi loftslagsvár og falsfrétta. Ný framtíðarsýn í norrænu samstarfi felur í sér að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. En hvernig miðar okkur í því að skapa væn og græn Norðurlönd og hvernig stendur Ísland í samanburði við önnur Norðurlönd? Hverjar eru helstu ógnir og tækifæri fyrir Norðurlöndin að vinna saman að blómlegu umhverfi innan og utan landanna?

Öll velkomin!

Dagskrá:

Norðurlönd framtíðar
– Hrannar B. Arnarsson, formaður Norræna félagsins á Íslandi

Áherslur Íslands í formennsku Norðurlandaráðs
– Silja Dögg Gunnarsdóttir, forseti Norðurlandaráðs

Staða Íslands og annarra Norðurlanda í umhverfismálum samkvæmt skýrslunni State of the Nordic Region 2020
– Ryan Weber, sérfræðingur Nordregio, og Sven Søyland, sérfræðingur hjá Norrænum orkurannsóknum

Kröfur norrænna ungmenna í alþjóðlegum samningaviðræðum um líffræðilega fjölbreytni
– Elva Hrönn Hjartardóttir, ungmennafulltrúi Norðurlanda á sviði líffræðilegrar fjölbreytni

Pallborðsumræður – auk frummælenda taka þátt:

  • Auðunn Atlason, sendiherra og yfirmaður Norðurlandadeildar utanríkisráðuneytisins
  • Elva Rakel Jónsdóttir, formaður dómnefndar Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs og sviðsstjóri loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun
  • Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands

Fundarstjóri: Iris Dager, fráfarandi formaður samtaka ungmennadeilda Norrænu félaganna (FNUF)

Í lokin: Vísur og skvísur flytja norræna tóna

Grænar veitingar frá MATR, ruslfríu og vistvænu kaffihúsi Norræna hússins