Nordlyd Quartet – Ókeypis tónleikar
20:00
Nordlyd Quartet – Finnlandi fagnað með norrænum tónum.
1. júní / 20: 00-21: 00 / Ókeypis aðgangur
Í tilefni af 100 ára afmæli sjálfstæði Finnlands verður boðið upp á tónleika með hæfileikaríkum ungum strengjakvartett sem kallar sig Nordlyd Quartett. Kvartettinn sem nú ferðast um Norðurlöndin leikur verk eftir tónskáldin Jean Sibelius og Kaija Saariaho.
Kvartettinn skipar fjóra nemendur frá norska tónlistarháskólanum (Norges Musikkhøgskole) og sumarakademíunni Voksenåsen (Voksenåsens sommerakademi) og leika þau á fyrirbærið Norðurljós sem er táknræn tenging fyrir nemendurna sem eiga uppruna sinn frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Gaman er að segja frá því að Kaija Saariaho er jafnframt leiðbeinandi þeirra.
Verkefnið er gjöf hjá Voksenåsen til Finnlands og unnið í samstarfi við finnsku og norsku menningarstofnunina í Ósló.
Nordlyd Quartet:
Aliisa Neige Barrière fiðla
Alexandra Peral fiðla
Ester Forsberg lágfiðla
Andreas Øhrn sello
Dagskrá
Kaija Saariaho (1952-) Terra Memoria fyrir strengjakvartett
Jean Sibelius (1865-1957) Voces Intimæ fyrir strengjakvartett