Nordic Built Cities – Sýning


Nordic Built Cities samkeppnin –skapandi norrænar lausnir sem stuðla að snjallari, sjálfbærari og lífvænlegri borgum

Vertu velkomin í Black Box Norræna hússins þar sem verkefni sem tóku þátt í Nordic Built Cities samkeppninni, eru til sýnis. Aðgangur er ókeypis.

Nordic Built Cities er ein stærsta samkeppni sem haldin hefur verið á Norðurlöndum á sviði bæjarskipulags. Sex þéttbýlissvæði á Íslandi og á nágrannalöndunum hafa lagst í umfangsmikla vinnu til að leysa á skapandi hátt áskoranir sem þau standa frammi fyrir – allt frá aðlögun að loftslagsbreytingum til vistvænna samgangna og endurnýtingar efnis úr bæjarrýminu. Áskoranirnar eiga það sameiginlegt að vera mikilvægar á Norðurlöndunum og á heimsvísu.

Black Box er opið frá kl. 11-17 alla daga vikunnar nema á miðvikudögum, þá er opið til kl. 21.

Sjá nánar www.nordicbuiltcities.org.