Leshringur Norræna hússins haust
19:00-21:00
Ert þú forvitin/n um og hefur áhuga á norrænum bókmenntum en veist ekki alveg hvað þú ættir að byrja að lesa?
Í haust mun leshringur Norræna hússins halda áfram í fallegasta bókasafni borgarinnar. Leshringurinn mun hittast fjórum sinnum og mun Sunna Dís Másdóttir, bókmenntagagnrýnandi og fulltrúi Íslands í nefnd um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, stýra hópnum eins og áður.
Í ágúst er það skáldsagan Ett system så magnifikt att det bländar sem verður lesin og er höfundurinn Amanda Svensson, en fyrir bókina hlaut hún bæði Per Olov Enqvists verðlaunin og Svenska Dagbladets litteraturpris 2019. Sagan er fjölskyldusaga þar sem þríburarnir Sebastian, Clara og Matilda eru í aðalhlutverki í veröld sem verður sífellt ruglingslegri og brotakenndri.
Í september er það skáldsagan HHV, FRSHWN – Dødsknaldet i Amazonas eftir hina dönsku Hanne Højgaard Viemose en bókin er tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020. Ritstíll Hanne endurspeglar stefnuleysi, ákveðni, umhyggju og kæti söguhetjunnar og lesandinn getur ekki annað en hrifist með.
Þann 7. Október verður Hanne ásamt Kristínu Eiríksdóttur gestur á höfundakvöldi Norræna hússins og hefst viðburðurinn kl. 19:30 (se: https://nordichouse.is/da/event/hofundakvold-med-hanne-hojgaard-viemose-og-kristinu-eiriksdottur/)
Í nóvember verður ljóðasafnið Yayha Hassan 2 lesið en bókin er einmitt einnig tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020. Höfundurinn Yahya Hassan var danskur og var einstök rödd í norrænni ljóðagerð dagsins í dag. Ljóð hans eru, líkt og í fyrri bók hans, byggð á lífi hans og eru bæði hrá og einlæg og höfundur dregur ekkert undan í ádeilum sínum á samfélag nútímans
Í desember verður fyrir valinu norrænn höfundur úr hópi þeirra höfunda sem eru að gefa út nýtt og spennandi efni eins og Kjetil Nordgren með bókina Kaptein på egen skute, Per Petterson og bókin Menn i min situasjon og Tore Renbjerg með Ingen tid å miste.
Þáttaka í leshringnum er endurgjaldslaus en ekki komast allir að sem vilja og því er skráning nauðsynleg. Áhugasamir sendi póst á bibliotek@nordichouse.is og staðfesting á þáttöku berst svo til baka með tölvupósti. (Skráningin er í fjögur kvöld haustsins)
Bækurnar sem lesnar verða eru aðgengilegar í Bókasafni Norræna hússins þar sem hægt er að panta þær og fá afhentar með framvísun bókasafnskorts. Áttu kannski ekki bókasafnskort? Engar áhyggjur því kortið er innifalið með þátttöku í leshringnum.
- ágúst, kl. 19-21 – Amanda Svensson og bókin Ett system så magnifikt att det bländar.
- september, kl. 19-21 – Hanna Højgaard Viemose og bókin HHV, FRSHWN
- nóvember, 19-21 – Yahya Hassan og ljóðasafnið Yahya Hassan 2
- desember, kl. 19-21 – Bók ákveðin síðar