Nectar & Ambrosia // HönnunarMars


Hönnunarteymið USEE STUDIO ásamt vöruhönnuðinum Thomas Pausz umbreyta gróðurhúsinu við Norræna Húsið í friðsælan Zen-garð yfir Hönnunarmars.

Halla Hákonardóttir og Helga Björg Kjerúlf er hönnuðirnir á bakvið hugmynda- og hönnunarstofuna USEE STUDIO. Stofan leggur ríka áherslu á vistvæna framleiðslu og sjálfbærni í sinni hönnun. Gamlir ónýttir lagerar og afgangar fyrirtækja er einn af megin efniviðum stofunnar sem og varningur frá verslunum hjálparstofnanna. Mikilfenglegasta leysingarefni náttúrunnar, vatnið, er viðfangsefni USEE STUDIO að þessu sinni og gestum boðið að taka þátt í að eiga við vatnið og verða fyrir gróðurhúsaáhrifum.

Thomas Pausz sýnir brot af verkefninu sínu ‘Non Flowers of a Hoverfly’. Verkefnið er röð tilrauna á mörkum hönnunar og vísinda og felur í sér hönnun fyrir býflugur. Með litum, formum, geometríu, lykt og hreyfingu eru grundvallarþættir skynjunar og hönnunar kannaðir og hvernig aðrar tegundir skynja hinn náttúrulega heim.

Mynd í banner:  Olga Urbanek.

Facebook 

HönnunarMars

Opnunartími

28. mars: 11:00–22:00
29. mars: 11:00–22:00 Opið hús með veitingum og uppákomum milli kl. 16-18.
30. mars: 11:00–17:00
31. mars: 13:00–17:00

Aðrir viðburðir í Norræna húsinu yfir HönnunarMars