Búðu til þinn eigin heim – Vinnustofa í vetrarfríi


Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Tveggja daga vinnustofa fyrir börn á aldrinum 8-12 ára sem er innblásin af núverandi sýningum í Norræna húsinu. Áherslan verður á mismunandi þemu sem finna má í sögum um Einar Áskel – hvernig hægt er að finna töfra í daglegu lífi eða skapa þá í krafti ímyndunaraflsins. Að búa til heima eða framtíðarheima er einnig þema í myndlistarsýningun Norræna hússins en verk á sýningunni Growing Body of Evidence, fjalla meðal annars um það hvernig fólk eða geimverur, myndu skoða heiminn okkar í framtíðinni

Meðal æfinga eru pappírsgerð þar sem pappírsleifum er blandað saman við laufblöð, þurrkuð blóm og annað sem fyrirfinnst í náttúrunni. Verkið verður einskonar vísbending fyrir framtíðarverur um okkar heim. Börn fá líka að búa til módel af húsi eða trékofa og sína eigin skáldskaparpersónu- úr mismunandi efnum, líkt og í bókinni um Einar Áskel og Manga leynivin. 

Athugið að skráning gildir fyrir báða dagana. Vinsamlega skráið einstaklinga eða hópa með því að senda tölvupóst með fjölda einstaklinga á hrafnhildur@nordichouse.is

Boðið verður upp á smá snarl en enginn hádegisverður.

Vinnustofan er ókeypis og öll velkomin en athugið að takmörkuð pláss eru í boði.