MÝRIN 12. oktober: MÁLÞING
09.00
Á KAFI ÚTI Í MÝRI: MÝRIN 2023. Alþjóðleg barna- og unglingabókmenntahátíð í Norræna Húsið
Frítt er inn á alla viðburði og skráning fer fram á myrinfestival@gmail.com
Dagskrá: Myrin.is
Fimmtudagur 12. október: MÁLÞING
Fyrirlestrasalur | Málþingið fer fram á ensku nema annað sé tekið fram.
9:00 – 9:10 – SETNING MÝRARINNAR 2023
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra flytur setningarávarp.
9:15 – 9:45 – UPPLESTUR OG VIÐTAL VIÐ JESSICU LOVE (US)
Höfundur bókarinnar Júlían er hafmeyja. Sólveig Ásta Sigurðardóttir bókmenntafræðingur spjallar við höfundinn.
9:45 – 10:00 – KAFFIHLÉ
10:00 – 11:00 – PALLBORÐ: HAFIÐ OG FANTASÍAN Í MYNDUM
Myndhöfundarnir Anne Fiske (NO), Jenni Desmond (UK), Anais Brunet (FR) og Linda Ólafsdóttir (IS) taka þátt. Margrét Tryggvadóttir rithöfundur stýrir umræðum.
11:15 – 11:45 – UPPLESTUR OG VIÐTAL VIÐ KENT KIELSEN (GL)
Höfundur bókarinnar Alþingi dýranna. Upplesturinn fer fram á grænlensku en samtalið á dönsku.
12:00 – 12:30 – HÁDEGISHLÉ
12:30 – 12:50 – NORRÆNI BÓKAORMURINN
Er verkefni sem hefur það að markmiði að stuðla að lestri norrænna barnabókmennta. Mikaela Wickström frá Nordisk kulturkontakt í Finnlandi segir frá verkefninu.
13:00 – 14:00 – PALLBORÐ: HAFIÐ OG FANTASÍAN Í SÖGUM
Rithöfundarnir Kristín Björg Sigurvinsdóttir, Gunnar Theodór Eggertsson, Ævar Þór Benediktsson og Eva Rún Þorgeirsdóttir taka þátt. Myndhöfundurinn Nick White (UK) stýrir umræðum.
14:00 – 15:30 – HLÉ
Þátttakendur eru hvattir til að leggja leið sína í Vesturbæjarlaugina; dýfa sér í tengslamyndun og svamla um með kollegum á sama reki.
15:30 – 17:00 – VINNUSTOFUR MEÐ MYNDHÖFUNDUM
Hér veita tveir myndhöfundar innsýn í sköpunarferli sitt og leggja örstutt verkefni fyrir þátttakendur. Hvernig verður saga til? Hvernig er hægt að örva ímyndunaraflið? Þátttakendur geta valið á milli tveggja vinnustofa: Nick White (Alvar fundarherbergi) og Lena Frölander-Ulf (Aino fundarherbergi). Skráning í vinnustofur á myrinfestival@gmail.com
17:00 – HAPPY HOUR / GLEÐISTUND
Drykkir í boði Franska sendiráðsins.
Aðgengi: Elissa fyrirlestrarsalur, Alvar og Aino eru með gott aðgengi fyrir hjólastóla, smá þröskuldur er inn í herbergin Alvar og Aino. Aðgengileg salerni er á hæðinni og öll salerni eru kynhlutlaus.
Barnabókasafnið og Hvelfing eru aðgengileg með lyftu frá aðalhæð hússins. Til að komast á barnabókasafnið þaðan er best að ráðfæra sig við starfsmann á bókasafnið. Verið öll velkomin!