MIMRA – Pikknikk Tónleikar
15:00
Söngkonan og lagahöfundurinn MIMRA hefur getið sér gott orð fyrir tónlist sína sem er í stíl við japarþjóðlagapopp. MIMRA er listamannsnafn Maríu Magnúsdóttur en hún útgaf nýlega lög í samvinnu við ýmsa, þar á meðal lagið Right Where You Belong, sem ZÖE hljóðhannaði. Fyrsta breiðskífa MIMRU, Sinking Island, kom út árið 2017 en MIMRA tók hana upp með ýmsu tónlistafólki og útsetti hana síðan og hljóðblandaði í London þegar hún stundaði þar nám í tónlist og upptökutækni við Goldsmiths University. MIMRA kemur reglulega fram á tónleikum ýmist ein eða ásamt hljómsveit.
Pikknikk Tónleikar
Norræna húsið opnar glerdyrnar að nýju og býður þér á tónleika undir björtum himni, alla sunnudaga í sumar kl. 15:00. frá 5. júlí 9. ágúst 2020. Tónleikaröðin fer fram í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins og laðar að sér bæði íslenska og erlenda tónlistarunnendur. Frítt er inn á alla tónleikana.
Kaffi, kökur og léttur matur verður til sölu á MATR