Miðsumarhátíð í Norræna húsinu!


15:00 - 19:00
Bókasafn, Hvelfing, Gróðurhús, Gangbraut & Pavilion
Aðgangur ókeypis

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að fagna með okkur ‘Midsommar’ þann 24. júní kl 15:00-19:00.

Löng hefð er fyrir því að Norræna húsið í Reykjavík bjóði til Miðsumarhátíðar og í ár verður hátíðin uppfull af skemmtilegum uppákomum, blómum, tónlist og mörgu fleiru fyrir bæði börn og fullorðna.

Veitingastaðurinn Sónó býður upp á góðan mat og hressandi drykki til kaups. 


Dagskrá: 

15:00 – 17:00
Búðu til þinn eigin blómakrans 

Verið velkomin á blómaverkstæði okkar. Við munum búa til okkar eigin kransa með því að nota  blóm og plöntur úr umhverfi okkar. 

Kennarar frá Lettneska skólanum í Reykjavík munu kenna gestum að búa til handgerðar blómakrónur úr villtum íslenskum blómum.
Að búa til blómakrónur tengja eflaust margir við skandinavíska menningu en þetta er einnig lettnesk hefð sem tengist miðsumri sem kallast Jāņi á lettnesku. Hátíðarhöldin fela í sér mjög margar fornar venjur, þar á meðal að skreyta heimilið með justum, ilmandi grasi og nýtíndum blómum, syngja sólstöðulög, kveikja bál og útbúa hefðbundinn mat. Jónsmessa var upphaflega heiðin landbúnaðarhátíð sem var við lýði löngu fyrir komu kristninnar til Eystrasaltsríkjanna, en hefðirnar tengdar henni eru gríðarlega vinsælar enn þann dag í dag.

(Staðsetning: Gróðurhús) 

10:00 – 17:00
Bókasala í bókasafninu 

Ekki missa af bókaútsölunni okkar – allar bækur kosta 1000kr stykkið. Útsalan stendur til 26. júní. 

15:00 – 15:30
‘EIDER GYM’

Hanna Jónsdóttir, ein af sýnendum í Tilraun: Æðarvarp, yfirstandandi sýningu okkar í Hvelfingu, býður öllum í skemmtilegan tíma í Æðarfitness á göngustígnum við vatnið. 

15:30 – 16:30
Sögustund 

Sögustund á íslensku fyrir börn (8-12 ára) eftir barnabókahöfundana Arndísi Þórarinsdóttur og Gunnar Helgason. 

(Staðsetning: Skálinn eða innandyra ef það rignir)

16:30 – 17:15 
Lifandi tónlist, SKÁLINN 

Dansaðu inn í Jónsmessunóttina með SAKARIS.

Frá fyrstu plötu sinni árið 2012 hefur þessi færeyski raflistamaður getið sér nafns sem birgðasali sérkennilegrar, melódískrar og grípandi valpopptónlistar. Á sviðinu heillar keytarinn með SAKARIS áhorfendur með gremjulega óskrifuðu sviðsgalla og jarðbundinni nærveru – áður en hann sprengir í eyrnaorm eftir eyrnaorm! 

17.30 – 19.00
Tónlist, SKÁLINN

Við endum kvöldið með DJ KJÖRK í skálanum okkar.

Kjörk er plötusnúður í Reykjavík sem spilar blöndu af hressri house tónlist frá suðurhveli jarðar. Kjörk hefur alltaf dreymt um að standa á bak við dj-stokkana frá því hún var krakki og hefur þessvegna lagt sig fram við að spila takta sem kveikja gleði og koma fólki á hreyfingu.

10:00 – 17:00
Tilraun:Æðarvarp

Að venju er sýningin í Hvelfingu opin.