Menningarnótt í Norræna húsinu í Reykjavík 2025


13:00 -18:00
Elissa Auditorium, Anddyri, Bókasafn, Barnabókasafn, Hvelfing & Gróðurhús
Aðgangur ókeypis

Menningarnótt í Norræna húsinu í Reykjavík 2025!


Í tilefni af Menningarnótt býður Norræna húsið uppá skemmtilega viðburði fyrir alla aldurshópa. Húsið verður fullt af tónlist, sögum og sköpun, vertu með!

Fjölbreytt úrval viðburða verður í boði:
13:00 – 14:00: Barnabókasafn: Hátíðin hefst með sögustund í Barnabókasafninu þar sem rithöfundurinn Rán Flygenring les úr bók sinni Fuglar.


14:00 – 15:00: Barnabókasafn: Sögu – og söngstund, að þessu sinni á norsku og sænsku með Simon.

14:00 – 16:00: Barnabókasafn: Börn og fullorðnir geta skapað list með fuglaþema. Smiðjan er leidd af listakonunni Estelle Pollaert.

15:00 – 16:00: Hvelfing: Sabina Westerholm, forstöðumaður Norræna hússins og sýningarstjóri núverandi sýningar okkar, Time After Time, býður upp á leiðsögn um sýninguna sem fer fram á ensku.

16:00 – 17:00: Bókasafn: (fyrir fullorðna) Við erum spennt að kynna okkar fyrsta „Drink and Draw” í Norræna húsinu. Í samstarfi við listamanninn, rithöfundinn og dragdrottninguna Sindri Sparkle Freyr, gefst þér tækifæri að taka þátt í litríkri og skapandi vinnustofu á meðan þú nýtur góðra drykkja / Kokteila/Mocteila á meðan þú teiknar í skemmtilegri og afslappaðri umgjörð okkar fallega bókasafns.

17:00 – 18:00: Elissa: Við ljúkum deginum með lifandi djasstónleikum með færeysku hljómsveitinni Frítt Fall!

Plantan bístró verður með opið allann daginn og býður uppá frábærann matseðil og fallegar kökur.

Verið öll velkomin!

Lestu um aðgengi í Norræna húsinu – smelltu hér.