Meistaraspjall – Olivier Assayas
14:00
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík kynnir með stolti Olivier Assayas, einn heiðursgesta hátíðarinnar í ár. Assayas hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra fyrir kvikmyndina Personal Shopper. Assayas hefur um árabil verið talinn einn allra fremsti kvikmyndagerðarmaður Frakklands en eftir hann liggja tugir verka sem hlotið hafa fjölda viðurkenninga. Á tímabili skrifaði hann einnig fyrir kvikmyndatímaritið Cahiers du Cinéma. Assayas sló í gegn á 10. áratug síðustu aldar með kvikmyndinni Irma Vep sem er marglaga listaverk ogóður leikstjórans til kvikmyndaborgarinnar Hong Kong. Eftir aldamót hefur Assayas notið fádæma velgengni en myndir á borð við Les Destinées sentimentales (2000), Demonlover (2002) og Clean (2004) voru allar tilnefndar til Gullpálmans í Cannes.
Assayas var einn þeirra 22 leikstjóra sem fengu þann heiður að taka þátt í Paris, je t’aime (2006) og leikstýrði einnig sjónvarpsþáttaröðinni Carlos, sem fjallaði um ævistarf hryðjuverkamannsins Carlos „sjakala“ en þáttaröðin naut mikillar hylli meðal gagnrýnenda sem áhorfenda. Síðustu þrjár kvikmyndir Assayas, Aprés maí (2012), Sils Maria (2014) og Personal Shopper (2016), hafa allar hlotið margvíslegar viðurkenningar. Fyrir þá síðastnefndu var Assayas verðlaunaður sem besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes, sem er einn æðsti heiður sem leikstjóra getur hlotnast.
Á dagskrá RIFF í ár eru þrjár kvikmyndir úr smiðju Assayas; Clouds of Sils Maria, Disorder og Irma Vep. Þá verður hann með meistaraspjall í Norræna húsinu næstkomandi laugardag, 7. október kl 14:00. Meistaraspjallið er opið öllum, á meðan að húsrúm leyfir.
Sýningartímar: