Mattias Nilsson TÓNLEIKARÖÐ NORRÆNA HÚSSINS


21:00-22:15

Miðasala

Tónleikaröðin fer fram í Norræna húsinu á miðvikudögum kl. 21:00 frá 12. júní – 14. ágúst. Aðgangur er aðeins 3.000 kr./2.000 fyrir námsmenn og eldri borgara. Miðasala fer fram á tix.is og í Norræna húsinu.

Mattias Nilsson hefur á undanförnum árum skapað sér nafn sem einn af áhugaverðustu píanóleikurum Svíþjóðar með sinn eigin tónblæ og áslátt. Margir hugsa örugglega ósjálfrátt um Jan Johansson þegar þeir hlusta á tónana sem dansa milli vonar og norrænnar melankólíu en litbrigði Mattias Nilsson teygja sig einnig í aðrar áttir. Í fyrsta sinn gefur Mattias nú íbúum Reykjavíkur tækifæri til að heyra hvers vegna hann hefur fengið ljómandi dóma fyrir tónleika sína bæði í Svíþjóð og um heim allan.

Hlusta á Spotify

Tónleikaröð Norræna hússins fer fram í þriðja skipti í sumar með fjölbreyttri dagskrá og áhugaverðum tónlistarmönnum. Þetta ár kynnum við  fjögur atriði frá hinum Norðurlöndunum ásamt sex íslenskum atriðum. Tónleikaröðin inniheldur eitthvað fyrir alla; þjóðlagatónlist, djass, klassík og popp.

Tónleikaröð Norræna hússins sumarið 2019

12. júní Ragnheiður Gröndal
19. júní Tómas R. Einarsson
26. júní Teitur (FO)
3. júlí Geir Draugsvoll & Mette Rasmussen (NO)
10. júlí GYDA
17. júlí Mattias Nilsson (SE)
24. júlí  Svavar Knútur
31. júlí Mirja Klippel (FI) & Alex Jonsson (DK)
7. ágúst Einar Scheving
14. ágúst ADHD

Viðburðadagatal Norræna hússins