Mats Wibe Lund – Frjáls eins og fuglinn


Virka daga 14-18 Helgar 10-17

Ljósmyndasýning Mats Wibe Lund í Norræna húsinu sýnir 53 stórar myndir úr 60 ára ferli sínum sem ljósmyndari.  Myndirnar hans Mats einkennast af formnæmni og óskeikulli myndbyggingu þar sem tæknikunnátta og listræn gæði haldast í hendur.

Mats hefur oft sýnt myndir sínar á einkasýningum og samsýningum bæði hér heima og erlendis.

Á sýningunni kynnir Mats einnig nýútgefna bók sína FRJÁLS EINS OG FUGLINN þar sem ljósmyndaferill hans er rakinn í myndum og máli.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir
Opnunartímar sýningarinnar eru:
mán-fös. 14-18.
lau-sun. 10-17.

Skaftá, Ýtri-Dalbær, Eldmessutangi og Systrastapi í bakgrunni séð til austurs. Skaftárhreppur áður Kirkjubæjarhreppur.

Aftan á kápu bókarinnar segir sem svo:

Í þessari bók rekur Mats Wibe Lund ljósmyndari minningar sinar en jafnframt er bókinn yfirlit um ljósmyndaferil hans sem spannar meir enn 60 ár.
Mats Wibe Lund fæddist í Ósló í Noregi 1937. Hann kom fyrst til Íslands sumarið 1954 og vann þá við fornleifauppgröftinn í Skálholti. Áhuga hans á Íslandi má rekja til þess tíma er faðir hans rak fyrirtæki sem var staðsett í sama húsi og sendiráð Íslands í Ósló.
Ljósmyndamenntun sína fékk Mats i norska flughernum, í Frakklandi og í Þýskalandi. Hann fluttist alkomin til Íslands árið 1966 ásamt eiginkonu sinni, Arndísi Ellertsdóttur, en hafði þó margsinnis dvalist hér um lengri eða skemmri tíma.
Framan af starfaði hann jöfnum höndum sem blaðamaður og ljósmyndari. Hann hefur skrifað á annað þúsund blaðagreina um margvísleg íslensk málefni, fyrir blöð og tímarit í Evrópu og Bandaríkjunum.
Um tíma rak Mats ljósmyndavöruverslun og portrett-stúdíó í Reykjavik, en hinn seinni ár hefur hann helgað sig átthagamyndatökum úr lofti. Hann á nú mikið safn mynda, jafnt af þéttbýlisstöðum sem og af flestum sveitabýlum og eyðibýlum á Íslandi. Úr tölvuvæddu ljósmyndasafni dreifir hann landkynningar- og skreytingamyndum um allan heim.
Mats hefur oft sýnt myndir sínar á einkasýningum og samsýningum bæði hér heima og erlendis.

www.mats.is  
mats@mats.is

 

Viðburðadagatal