Markús Bjarnason – Pikknikk Tónleikar

02.08.2020 Aflýst

Markús Bjarnason eða einfaldlega Markús er söngvaskáld og tónlistarmaður úr Reykjavík sem hefur komið fram og gefið út tónlist í rúman áratug. Nýjasta útgáfa hans Counting Sad Songs vakti verðskuldaða athygli hér á landi og hefur sömuleiðis fengið spilun á KEXP í Seattle. Áhorfendur mega búast við einlægum tónleikum sem verða tilfinningahlaðnir, kraftmiklir og afvegaleiðandi. Markús kemur fram ásamt meðspilurum sem galdra fram óreiðukennt en einfalt þjóðlagarokk sem umlykur hjartarætur allra sem á hlýða.

Pikknikk Tónleikar

Norræna húsið opnar glerdyrnar að nýju og býður þér á tónleika undir björtum himni, alla sunnudaga í sumar kl. 15:00. frá 5. júlí 9. ágúst 2020. Tónleikaröðin fer fram í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins og laðar að sér bæði íslenska og erlenda tónlistarunnendur. Frítt er inn á alla tónleikana.

Kaffi, kökur og léttur matur verður til sölu á MATR

Dragskrá