Málþing: Nordic Built Cities


14:30-17:00

Nordic Built Cities samkeppnin – málþing um skapandi norrænar lausnir sem stuðla að snjallari, sjálfbærari og lífvænlegri borgum

Nordic Built Cities er ein stærsta samkeppni sem haldin hefur verið á Norðurlöndum á sviði bæjarskipulags. Sex þéttbýlissvæði á Íslandi og á nágrannalöndunum hafa lagst í umfangsmikla vinnu til að leysa á skapandi hátt áskoranir sem þau standa frammi fyrir – allt frá aðlögun að loftslagsbreytingum til vistvænna samgangna og endurnýtingar efnis úr bæjarrýminu. Áskoranirnar eiga það sameiginlegt að vera mikilvægar á Norðurlöndunum og á heimsvísu. Á málþinginu munu fulltrúar þessara fjölbreyttu verkefna miðla af reynslu sinni og uppgötvunum.

Dagskrá:
14.00-14.30 Kaffi og skráning
14:30-17:00 Málþing
17:00-18:00 Opnun: sýning á vinningstillögum Nordic Built Cities samkeppninnar

Málþingið fer fram á ensku. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Skráning fer fram hér