MÁLÞING MEÐ KANADÍSKA LISTAMANNINUM STEVEN NEDERVEEN


16:00

MÁLÞING MEÐ KANADÍSKA LISTAMANNINUM STEVEN NEDERVEEN

Steven Nederveen  er þekktur kanadískur listamaður og hafa verk hans verið sýnd út um allan heim í  galleríum, á listviðburðum og í tímaritum, ásamt því að vera mörg hver í einkasöfnum. Nederveen vinnur verk sín með sérstökum lakkgljáa sem veldur því að áferðin á málningunni á ákveðnum svæðum verksins skín í gegn og sýnir merki um vinnuferli listamannsins. Hluti af verkunum hafa svo aðra áferð, þar sem gljái og slétt yfirborð bæta draumkenndum eiginleikum við vinnu hans. Hann er með BA í myndlist frá University of Alberta (1995).

Steven ferðast mikið og myndar staði sem veita honum innblástur. Hann nýtir sér bæði nútíma tækni og hefðbundnari leiðir til að vinna verk sín. Hann reynir að gera málverk sem geta markað tengsl milli náttúrunnar og þess andlega, með því að fanga tilfinningalegar gagnvart staðnum, á þann hátt sem hugar okkar blanda minningum saman á mismunandi hátt. Með því að gera línurnar á milli ljósmyndunar og myndlistar óskýrar, á milli kunnuglegs umhverfis okkar og hins óþekkta andlega heims, hefur hann þróað töfraraunsæi sem hann vonast til að sýni okkur orku og dulspeki náttúrunnar.

Á málþinginu mun Steven Nederveen kynna verk sín í með hljóð og myndkynningu og undirstrikar hann einnig hvernig list hans passar inn í kanadíska listasögu. Steven Nederveen mun einnig sýna verkin sem hann framleiddi fyrir verkefnið „Brain Project“ sem hin kanadíska Baycrest stofnun notaði í fjáröflun fyrir umönnun og rannsóknir á Alzheimer, heilabilun og öðrum sjúkdómum, en í heild var 1,3 milljónum kanadískra dollara safnað með verkum frá mörgum listamönnum.

Viðburðinum 30. mars lýkur með móttöku þar sem frumsýningu nýs málverks, sem Steven Nederveen málaði í tilefni af 150 ára afmæli kanadíska samveldisins, verður fagnað. Verkið verður til sýnis í Sendiráði Kanada á Íslandi út árið 2017.