MÁL/TÍÐ – Carnal dinner


18:00-21:00

Verið Velkomin á æta upplifunarviðburði eftir Elín Margot og Pola Sutryk þar sem gestir geta átt í líklamlegum samskiptum við matarhönnun. Carnal Dinner rannsakar samband matar og munúðar á meðan Waste Feast einblínir á að upplyfta því sem sem við alla jafna myndum flokka sem rusl.

MÁL/TÍР var stofnað árið 2021 með það í markmið að hönnuðir, listamenn og kokkar vinna í sameiningu með þverfagleg sjónarhorn í fyrirrúmi. Meðlimir okkar einbeita sér að verkefnum sem skora á matarmenningu nútímans og skoða mögulega kosti sem draga innblástur frá framþróun tækni, heimspeki og mannvísindi.

Með skynfæri í fararbroddi sköpum við nýja sýn á matarmenninguna sem varpar ljósi á umdeild viðfangsefni á borð við matarsóun, loftslagsbreytingar, femínisma og hnattvæðingu.

Carnal Dinner
Matur er nátengdur upplifun okkar sem kynverur. Ef þú hættir að borða missir þú list þína fyrir kynlífi. Hinsvegar ef litið er á erótískar myndir og myndir af mat, mun líkaminn bregðast við þeim með spennu. „Carnal Appetite” er rannsókarverkefni Elínar Margot sem fjallar um samband milli matar og kynlífs, þar sem hönnun á keramiki er nýtt til að sem ýta undir munúð þess að borða.

Sunnudaginn 8. maí er gestum boðið að tengjast munúð matar. Þáttakendur munu upplifa máltíðina með öllum sínum skynfærum og kafa dýpra í eigin matarvitund yfir sjö rétta smökkun. Upplifunin er hönnuð í samstarfi við kokkinn Polu Sutryk .

ATH að UPPSELT er á viðburðinn.