
List & Lýðræði: Ógnir gegn listrænu frelsi
16:30
Listir og menning, án ritskoðunar og afskipta, eru meðal grunnstoða öflugs lýðræðis. Með því að efla ígrundun, gagnrýna hugsun og opna umræðu geta listirnar hvatt til samfélagsbreytinga og eflt lýðræðisleg gildi. Listrænt frelsi er ekki bara menningarleg hugsjón, heldur mikilvægur þáttur í heilbrigðu lýðræði. Það er sameiginleg ábyrgð okkar að vernda þetta frelsi og bregðast við þegar því er ógnað.
Í þessari málstofu munum við kanna núverandi aðstæður og starfsumhverfi listamanna á Norðurlöndunum, og hvernig samfélög okkar geta tryggt að list og menning haldist sjálfstæð, óheft og laus við pólitískar eða hugmyndafræðilegar hömlur. Við munum skoða niðurstöður úr nýlegri skýrslu norrænu menningarstofnunarinnar Kulturanalys Norden, sem undirstrikar vaxandi ógnir, áreitni og ofbeldi sem listamenn og rithöfundar standa frammi fyrir á Norðurlöndum. Við munum einnig fjalla um hið víðara alþjóðlega samhengi, skoða vaxandi bylgju listrænnar ritskoðunar og þær áskoranir sem hún hefur í för með sér fyrir lýðræði og skapandi frelsi um allan heim.
Vertu með í þessu mikilvæga samtali og leggðu fram hugmyndir þínar um hvernig við getum í sameiningu staðið vörð um heilleika listrænnar tjáningar á Íslandi og á Norðurlöndum. Viðburðurinn fer fram á ensku.
DAGSKRÁ
Kynning á skýrslunni „Hótanir, ofbeldi og áreitni gegn listamönnum og rithöfundum á Norðurlöndum“ – Sofia Arkhede, fræðimann hjá sænsku menningarmálastofnuninni, Kulturanalys Norden.
Pallborðsumræður með eftirfarandi þátttakendum:
– Sofia Arkhede, fræðimaður hjá Kulturanalys Norden
– Jóna Hlíf Halldórsdóttir, myndlistarmaður og forseti Bandalags íslenskra listamanna (BÍL)
– Khaled Barakeh, sýrlenskur listamaður með aðsetur í Berlín
– Hanan Benammar, alsírskur/franskur listamaður með aðsetur í Osló
Fundarstjóri: Jonatan Habib Engqvist, rithöfundur og sýningarstjóri.