
Lesið og skrifað með múmínálfunum
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis
Múmínálfa sýningin býður upp á gagnvirka leið til að kynnast stafrófinu um leið og farið er í skoðunarferð um hinn töfrandi Múmíndal. Saman geta börn og fullorðnir kynnt sér fígúrur og sögur úr Múmíndalnum og rætt tilfinningar eins og vonbrigði, sorg og ævintýraþrá.
Sýningin er unnin í samvinnu við Moomin Characters.