Leiðsögn á Löngum Fimmtudegi – Tilraun: Æðarrækt
17:00
LEIÐSÖGN MEÐ SÝNINGARSTJÓRA OG LISTAMANNI
Verið velkomin á leiðsögn um sýninguna Tilraun: Æðarrækt, fimmtudaginn 30 júní kl 17:00.
Annar af sýningarstjórum sýningarinnar, Hildur Steinþórsdóttir og listamaðurinn Kristbjörg María Guðmundsdóttir leiða gesti um sýninguna.
Tilraun: Æðarrækt er þverfagleg sýning um sjálfbært sambýli æðarfugla og manna á Íslandi, í Danmörku og Noregi. Sýningin er byggð á rannsókn á fuglinum og umhverfi hans, á sambandi hans við manninn, hefðinni, æðardúni og því hvernig dýrmæt sjálfbær hlunnindi eru nýtt á Norðurslóðum.
Leiðsögnin verður á íslensku og gott aðgengi er fyrir hjólastóla.
Ókeypis aðgangur.
Mynd: Úr verki Kristbjargar Maríu Guðmundsdóttur, Rögnu Margrétar Guðmundsdóttur og Vilborgar Guðjónsdóttur (Tribute to ingenuity / Varp-Eyjólfur).