Látum verkin tala! Umhverfisaðgerðir til sjós og lands


14:00-15:30

Laugardaginn 9. mars býður Norræna húsið til sín góðum gestum, sem hafa fundið ólíkar leiðir til að koma mikilvægum umhverfisboðskap á framfæri og hreyfa við samferðafólki sínu.
Gestirnir munu kynna verkefni sín og nálganir, en verkefnin tengjast bæði íslenskum og alþjóðlegum áskorunum á sviði umhverfis- og loftslagsmála.

Þátttakendum er að sjálfsögðu boðið að taka þátt í samtalinu sem fer fram á íslensku.

Gestirnir eru:
Benedikt Erlingsson
kvikmyndagerðamaður. Handhafi Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir myndina Kona fer í stríð.

Rannveig Magnúsdóttir (Landvernd) og Tómas Knútsson (Blái herinn). Fulltrúar Hreinsum Ísland verkefnisins, sem tilnefnt var til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018.

Sveinn Hólmar Guðmundsson. Fulltrúi Eldingar Hvalaskoðunar sem hlaut tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018.

Ólöf Björk Bragadóttir, þátttakandi í norræna samstarfsverkefninu Konnect, sem leiddi saman ungt listafólk á Norðurlöndum og þekkta fræðimenn á sviðum umhverfis-, náttúruauðlinda- og loftslagsmála.

Umræðum stjórnar Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða.

 

Boðið verður upp á léttar veitingar.
Þátttaka er ókeypis.

Viðburðurinn er skipulagður af Norðurlöndum í fókus í samstarfi við Stofnun Sæmundar fróða.

Photo: Slot Machine