LÆKKUN KOSNINGAALDURS


12:00 - 13:00

LÆKKUN KOSNINGAALDURS

Umræðufundur Norræna félagsins um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna í 16 ár í Norræna húsinu, þriðjudaginn 13. febrúar kl. 12:00 – 13:00.

Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna sem nýtur þverpólitísks stuðnings og ætla má að verði afgreitt á næstu vikum.

Þingmálið er lagt fram til að styðja við lýðræðisþátttöku ungs fólks og auka tækifæri þess til að hafa áhrif á samfélagið sem virkir og ábyrgir þáttakendur. Nokkur ríki Evrópu hafa farið þessa leið til að auka þátttöku ungs fólks í kosningum. þeirra á meðal er Noregur en þar var 16 ára aldurstakmarki í kosningum til sveitarstjórna komið á í tilraunaskyni í 20 sveitarfélögum.

Á fundinum munu þau Andrés Ingi Jónsson, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, og Tinna Isebarn, framkvæmdastjóri Landssambands ungmennafélaga, fjalla um þetta mál.

Fundarstjóri er Kristín Manúelsdóttir formaður Ungmennadeildar Norræna félagsins.

Málþingið er hluti af verkefni Norræna félagsins Vegferð til velferðar – 100 ára fullveldi Íslands.