
Kvikmyndahátíðin OTHER-GROUNDS – REYKJAVÍK
Frásagnir nýlendutímans eru djúpt ofnar inn í tímalínu okkar, rými og umhverfi. Kreppurnar sem við stöndum frammi fyrir í dag – umhverfislegar, félagslegar og stjórnmálalegar – eru einnig kreppur skynjunar, ímyndunarafls og tengslavitundar. Hvernig getum við losað okkur úr viðjum sjálfmiðaðrar hugmyndafræði? Innan mannmiðaðrar, kapítalískrar heimsmyndar eigum við erfitt með að ímynda okkur tilveru handan þeirra kerfa sem móta veruleika okkar. En hvernig sköpum við rými fyrir aðrar leiðir til að vera til, að þekkja og að tengjast? Leiðir sem áður voru til – oft þaggaðar niður – þegar líf mannsins var í dýpri tengslum við náttúruna?
Með því að viðurkenna mikilvægi fjölbreyttra radda og þekkingarkerfa getum við, með reynslu, hlustun og einlægum samræðum, auðgað sýn okkar og starfshætti. Þannig getum við ræktað vistkerfi tilheyrslu. Um allan heim vinna frumbyggjasamfélög, vistfræðingar og ótal aðrir að því að vernda náttúru og líf – heim sem nær langt út fyrir mannlegt sjónarhorn. Náttúruréttindahreyfingin leitast við að festa verndun lífs, vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika í sessi – lagalega, félagslega og stjórnmálalega.
Í dag gæti tíminn verið kominn til að aflæra og endurlæra – í samveru við fólk, önnur dýr og landið sjálft. Tími til að opna leiðir að nýjum tengslum við heiminn.
Other-Grounds kvikmyndahátíðin er fjölmenningarlegt og sameiginlegt framtak sem rannsakar hvað það þýðir að vera manneskja á jörðinni – og hvaða ábyrgð við berum í vistkerfi tengsla.
Hátíðin, sem sameinar kvikmyndir, samtöl og samveru, dregur fram ólíkar þekkingarleiðir og styrkir raddir sem berjast fyrir sjálfbærni, réttindum náttúrunnar, sameiginlegri meðvitund og sjónarhornum sem eru meira en bara mannleg. Þar er vistvæn tilvera skilgreind sem þróunarmarkmið.
Dagskrá:
Dagur 1 (02.05) Samfélag: (17:30-20:00)
Dagur 2 (03.05) Þekkingaröflun: (11:45:00-17:30)
Dagur 3 (04:05) Miðlun þekkingar: (11:00-18:00)
(Nánari upplýsingar um dagskrána koma bráðlega)
Grafísk hönnun:
Christoph Matt (vistvænn hönnuður)
Sýningarstjórar:
Daria Testo: dariatesto@gmail.com
Juan Camilo: juanhildur@gmail.com