KRAKKAVELDI: Jólaklipping & Trúnó
13:00- 15:00
Krakkaveldi býður gestum í jólaklippingu og trúnó til að aðstoða fullorðna í jólastressinu. Treystir þú krökkum? En treystir þú þeim fyrir hárinu á þér? Komdu þá í klippingu! Ókeypis klippingar framkvæmdar af reyndum klippurum á aldrinum 7-12 ára!
SKRÁNING Í JÓLAKLIPPINGU KRAKKAVELDIS ER HAFIN!
Kæru vinir! Við höfum opnað fyrir skráningu í jólaklippingu Krakkaveldis, sem fer fram í Norræna Húsinu á laugardaginn milli 13-15. Skráning er nauðsynleg ef þið ætlið að fá klippingu, en öll eru þó velkomin að mæta og fylgjast með, drekka kakó og fá ykkur mandarínu, hvort sem þið eigið tíma í klippingu eða ekki.
Skráning hér:
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1Vedtg7GPuDPNq5hl6gpd-asrqya3Ng6U8mUAvBH-9z4/edit?usp=sharing
Praktísk atriði: Klippingin kostar ekki peninga en það eru takmörkuð pláss í boði svo pantið ykkur tíma sem fyrst! Klippingin er ætluð fullorðnum, og verður framkvæmd af meðlimum Krakkaveldis á aldrinum 8-12 ára.
–
Krakkaveldi er sviðslistaverkefni sem síðan árið 2019 hefur staðið fyrir gjörningum, sviðsverkum og vinnusmiðjum. Verk Krakkaveldis eru öll unnin í samstarfi við börn á aldrinum 7-12 ára og snúast um að krakkarnir nýti sér verkfæri sviðslista til að búa til sitt draumasamfélag. Krakkaveldi ímyndar sér betri heim þar sem krakkar ráða öllu í stað fullorðinna!
Salvör Gullbrá og Hrefna Lind Lárusdóttir eru sviðslistakonur sem starfað hafa við leikstjórn, listkennslu og hafa mikla reynslu af samfélagsleikhúsi. Þær eru listrænir stjórnendur Krakkaveldis. Guðný Hrund Sigurðardóttir er leikmynda-og búningahönnuður Krakkaveldis.