Kosningar í Finnlandi
14:00
Opinn fundur á vegum Norðurlanda í fókus, Norræna félagsins og sendiráð Finnlands á Íslandi þriðjudaginn 2. apríl frá kl. 14 í Norræna húsinu
Kosningar fara fram í Finnlandi þann 14. apríl. Á þessum opna fundi verður farið yfir stöðu stjórnmála í Finnlandi.
Fyrirlesarar eru:
Utanríkis- og varnarmálapólitík í kosningabaráttunni (SE)
- Ann-Sofie Stude: Sendiherra Finnlands á Íslandi
Kosningafyrirkomulagið og um hvað er kosið nú?
- Borgþór Kjærnested: Rithöfundur og þýðandi
Arfur stjórnar Sipilä – Litilsvirðing á stjórnarskrá og sérfræðiþekkingu (IS)
- Dr Lars Gunnar Lundsten: er fyrrverandi fréttamaður og dósent í blaðamennsku við Helsingfors universitet. Hann starfaði sem fréttaritari Morgunblaðsins í Finnlandi á 9. og 10. áratugnum. Á árunum 2012 til 2015 átti hann sæti í nefnd um dreifingu þekkingar á mannamáli á vegum finnska ríkisins . Síðan 2017 hefur hann starfað við Háskólann á Akureyri.
Fundarstjóri: Bogi Ágústsson formaður Norræna félagsins
Fundurinn fer fram á íslensku og sænsku
©norden.org