Stuttmyndir 14+ Riff
15:00
Stuttmyndir 14+ Riff
2 October
15:00
Mamma veist best
Mikael Bundsen SWE 2016 / 13 min
Hann er hommi. Þetta kvöld kynnir hann kærastann sinn fyrir mömmu sinni. Hann er heppinn að mamma hans er fordómalaus, það eru ekki allir. En hún telur best að hann segi pabba sínum ekki frá strax eða opinberi samkynh eigð sína.
Sprengingar í hjartanu
Yenni Lee NOR 2016 / 16 min
Elide er haldin kvalafullri þrá eftir tvíburasystur sinni Elise. Hún fær útrás gengum ólíkar víddir til að fyrir að finna fyrir nærveru hennar. Þetta er síendurtekin fölsk lausn, Elide hermir eftir lífi systur sinnar og persónu og leikur eftir örlög hennar.
Sleiktu okkur! Mjá! Mjá!
Marie de Maricourt SWZ 2015 / 16 min
Jeanette býr á stofnun. Hana skortir alla ákveði og er stjórnað af öðrum. Hún þráir líkamlega snertingu og kynlíf. Þegar hún fær útrás fyrir hvatir sínar með unglingspilt, á bakvið altarið í kirkjunni bregðast yfirvöld við með grimmlyndi og hörku.
Þjálfari
Ben Adler FRA 2014 / 14 min
Strákur og pabbi hans keyra frá Englandi til Parísar til að horfa á fótboltaleik. Bíllinn bilar á hraðbrautinni og öll von virðist vera úti þar til rúta full af breskum fótboltabullur stoppar og þeim er boðið far. Það reynir mjög á samband feðganna í þessari ferð.
Líkaminn er einmanalegur staður
Ida Lindgren SWE 2016 / 10 min
Við heyrum brot af ræðu frá sundruðu lífi með átröskun. Ung kona lýsir veikindum sýnum eins og stjórnsömum verði. Við heyrum í sálfræðingi gera óljósa sjúkdómsgreiningu og læknir lýsir því nákvæmlega hvað sjúklingur á að borða.
Tíu metra turn
Axel Danielson and Maximilien van Aertryck SWE 2016 16 min
Þeir sem hafa aldrei áður komið upp í tíu metra dýfingarturninn þurfa að velja á milli þess að stökka og klifra niður. Þessar aðstæður valda klemmu, hvort vegur þyngra, óttin við að stökkva eða niðurlægingin sem fylgir því að klifra niður?