Ráðstefna: Norræn menningarpólitík á Íslandi í 50 ár


11-14.30

Í tengslum við 50 ára afmæli Norræna hússins bjóðum við til ráðstefnu um hlutverk Norræna hússins í fortíð, nútíð og framtíð. Ráðstefnan fer fram í Húsi  Vigdísar. 

Vinsamlegast athugið at mæta tímanlega til að tryggja ykkur sæti. Túlkar verða á svæðinu.

Streymt verður frá ráðstefnunni hér á síðu Norræna hússins. Einnig verður ráðstefnunni streymt á tjaldi í sal Norræna hússins. Allir velkomnir.

Ráðstefnugestum er boðið að taka þátt í að draga fána að húni í sérstakri athöfn í Norræna húsinu, kl. 9:00. Nánari upplýsingar hér.

 

Dagskrá

11:00–11:08. Framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar Dagfinn Høybråten býður gesti velkomna og ræðir hlutverk menningarmála á Norðurslóðum. Hvað er það við norrænt menningarsamstarf sem veitir öðrum þjóðum innblástur?

11:09–11:20. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson ræðir um hlutverk Norræna hússins í þróun íslensks samfélags.

 1. pallborðsumræður
  11:21–12:05. Fortíðin: Fjórir fyrrum forstjórar Norræna hússins sitja fyrir svörum um mikilvægar uppákomur og viðburði þar sem húsið setti tóninn í samfélagslegri umræðu og listum. Ann Sandelin (1980–1984), Lars-Åke Engblom (1989–1993), Riitta Heinämaa (1998–2002), Max Dager (2007–2014).
  Bogi Ágústsson stýrir umræðum.

Matarhlé, hlaðborð

12:45–12:55. Tónlistaratriði. Ungt tónlistarfólk frá Orkester Norden.

12:56–13:04. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræðir hugmyndir ríkisstjórnarinnar um norrænt samstarf.

13:05–13:10. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ræðir um menningarsamstarf.

 

 1. pallborðsumræður
  13:11–13:40. Framtíðin: Norræn menning á Norðurlöndunum og í heiminum. Norrænu menningarmálaráðherrarnir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Tony Asumaa (Álandseyjar) og Kristianna Winther Poulsen (Færeyjar) og  Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs Reykjavíkur ræða stefnumótun í menningarmálum á Norðurlöndum og öðrum svæðum. Eru menningarhús eins og Norræna húsið mikilvæg og fyrirmynd til framtíðar? Uppfylla þau þarfir allra og eru þau lýsandi fyrir nýja norræna ríkisborgara?
  Sigríður Hagalín stýrir umræðum.

Kaffihlé

 1. pallborðsumræður
  13.55–14:25. Mikkel Harder forstjóri Norræna hússins ræðir við lykilaðila í íslenska menningar- og listasamfélaginu. Hús fyrir okkur öll, alltaf. Hvaða væntingar berum við til Norræna hússins á Íslandi? Felast möguleikar í norrænni tungumálasamvinnu eða hindranir? Vigdís Jakobsdóttir (Listahátíð í Reykjavík), Erling Jóhannesson (Bandalag íslenskra listamanna), Elfa Lilja Gísladóttir (List fyrir alla) og Halla Helgadóttir (HönnunarMars).
  Arnbjörg María Danielsen stýrir umræðum.

14:25–14:30. Varaformaður Norðurlandaráðs Martin Kolberg lýkur fundi

 

Norræna húsið fagnar 50 ára afmæli sínu 25. ágúst næstkomandi og býður öllum að taka þátt. Dagskráin hefst á ókeypis morgunverðarhlaðborði og frábærum fjölskylduviðburðum, sána og tónleikum. Um kvöldið er ykkur boðið á tónleika með norrænum tónlistarmönnum. Sjáið dagskrá hér.