Klassíkin í Vatnsmýrinni: Sónötur og ljóð
20:00
Miðasala
Á fyrstu tónleikum vetrarins í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni í Norræna húsinu leika kínverski sellóleikarinn Chu Yi-Bing og píanóleikarinn Aladár Rácz sellósónötu nr 1 eftir Ludvig van Beethoven, sónötu eftir Claude Debussy auk ljóða eftir Gabriel Fauré og einnig verkið Eclogue eftir kínverska tónskáldið Sha Hankun.
Chu Yi-Bing stundaði nám í París og hefur verið eftirsóttur einleikari um allan heim allt frá því hann bar sigur úr býtum í alþjóðlegri keppni í Genf. Hann var fyrsti sellóleikari sinfóníuhljómsveitar Basel í fimmtán ár en er nú prófessor við Central Conservatory of Music í Beijing, starfar með Chu Yi-Bing Cello Ensemble og sem skipuleggjandi Super Cello tónlistarhátíðarinnar i Kína. Aladár Rácz fæddist í Rúmeníu og stundaði námi í Búkarest og Búdapest. Hann hefur komið fram á tónleikum víðsvegar um heim, leikið inn á geisladiska og unnið til verðlauna fyrir píanóleik í alþjóðakeppnum. Hann kennir nú við Tónlistarskólann Do Re Mi, Söngskóla Sigurðar Demetz og er einnig meðleikari í Listaháskólanum, auk þess koma fram á kammertónleikum og ljóðakvöldum.
Aðgangseyrir er kr. 3.000, 2.000 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja, ókeypis fyrir nemendur og gesti 20 ára og yngri.
Klassík í Vatnsmýrinni er tónleikaröð Félags íslenskra tónlistarmanna – klassískrar deildar FÍH í samvinnu við Norræna húsið.
Klassík í Vatnsmýrinni 2018 – 2019
17. október 2018
Sónötur og ljóð – Sonatas and songs
Chu Yi-Bing, selló og Aládar Rácz, píanó
Verk eftir L.v. Beethoven, C. Debussy, G. Fauré og Sha Hankun
21. nóvember 2018
Í hjarta Parísar – In the heart of Paris
Hafdís Vigfússdóttir, flauta og Kristján Karl Bragason, píanó
Verk eftir G. Fauré, F. Poulenc, P. Gaubert, A. Jolivet, Gísla J. Grétarsson og Kristján Karl Bragason
20. febrúar 2019
Á vængjum söngsins – On the wings of song
Hlín Pétursdóttir Behrens, sópran og Peter Maté, píanó
Verk m.a. eftir F. Mendelssohn-Bartholdy, P. Cornelius, E. Grieg, Jórunni Viðar og Þuríði Jónsdóttur
20. mars 2019
Raddir í loftinu – Voices in the air
Sigríður Ósk Kristjándsóttir, mezzósópran, Bryndís Halla Gylfadóttir, selló, Emilía Rós Sigfúsdóttir, flauta og Edda Erlendsdóttir, píanó
Verk eftir M. Ravel, R. Hahn og John Speight