Kids in Jazz – tónleikar


15:00

Tónleikar með Kids in Jazz í Norræna húsinu

Salur, 3. febrúar kl. 15:00.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 

Djasskrakkar með tónleika í Norræna húsinu

Laugardaginn 3. febrúar klukkan 15:00 verða fjórir íslenskir og þrír norskir krakkar á aldrinum 10 til 14 ára með djasstónleika í Norræna húsinu. Í júní á síðasta ári kom Odd André Elveland frá Noregi og hélt spunanámskeið fyrir börn á aldrinum 10-16 ára í Norræna húsinu. Um sextíu börn mættu á námskeiðin og voru Eva (12 ára, píanó), Guðrún Aisha (11 ára, klarínett), Kári (13 ára, rafmagnsgítar) og Oddur (14 ára, saxófónn) valin úr þeim hópi til að taka þátt í djasshátíð barna í Osló í ágúst í fyrra.
Þar tóku þau þátt ásamt börnum frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Portúgal og Venesúela. Það er skemmst frá því að segja að þau stóðu sig gríðarlega vel og var frábært að sjá hvað ungir hæfileikaríkir krakkar geta lært á stuttum tíma.

Á tónleikunum á laugardag spila þær Lina (12 ára, víbrafónn), Aida (12 ára, kontrabassi) og Una (10 ára, trommur) frá Noregi með þeim. Frá Japan spilar Ayumi Tanaka (píanó) ásamt Odd André Elveland (tónlistarkennara).

Nordisk kultuurfonds styrkir samstarfið.

 

Nánari upplýsingar um verkefnið:

http://www.improbasen.no/reykjavik_desember_2017.php

http://www.improbasen.no/om_oss.php

https://www.facebook.com/barnasjazzhus

 

Kids in Jazz er alþjóðlegt samstarfsverkefni og djazz tónlistarhátíð fyrir börn, stofnað í Noregi árið 2012.