Karlakórinn fuglset
19:30
Karlakórinn fuglset
Í norræna húsinu 24. júní kl. 19:30. Frítt er inn á tónleikana, allir velkomnir.
Kórinn var stofnaður árið 1944 og saman stendur af 40 reyndum söngvurum, 50 ára og eldri. Þrátt fyrir að vera af eldri gerðinni þá segjast þeir félagar vera fullir af eldmóði og ferskum vindum og þeir elska gjöfina sem söngurinn er.
Kórinn leggur áherslu á að syngja ný og vinsæl lög eða nýjar útfærslur af eldri lögum. Kórstjórinn, Kyrre Bjoerdak Saeter, er af yngri gerðinni og veitir þeim innblástur og innsýn í nýja heima, Kyrre er menntaður frá Liverpool School of Performing Arts. Kórinn syngur erlendis annað hvert ár og er markmiðið þeirra að «Syngja vel og hafa gaman»
Án þess að hæla sér of mikið þá segjast þeir kumpánar vera fjallmyndarlegir og aðlagandi menn sem njóti sín allra best að flytja tónlist frammi fyrir ástríðufullum áhorfendum.
Kórinn syngur fjölbreytt lög á norsku, sænsku, ensku og zulu.