Jólaverkstæði og hugmyndahorn


Verið velkomin á jólavinnustofu í Black Box 02.12–20.12

Opin alla miðvikudaga frá kl. 10:00 21:00, laugardaga frá kl. 11:00 17:00 og sunnudaga frá kl. 11:00 – 17:00.

Það verður líf og fjör á jólavinnustofu Norræna hússins í Black Box (svarta boxi) á neðri hæð hússins. Boðið er upp á allskyns umhverfisvæn og endurunnin efni til að föndra úr og pakka inn í. Barnabókasafnið býður upp á piparkökur, jólabíó og jólabækur. Verkstæðið er ókeypis.

Jólaverkstæði:
Láttu ímyndunaraflið ráða ríkjum í góðum félagskap á jólaverkstæði Norræna hússins. Hugmyndir að föndri: merkispjöld, jólaskraut, jólagjafir, jólamyndir og fl.

Jólaborðið:
Við stillum fram nokkrum notuðum hlutum sem þú mátt gefa í jólagjöf og pakka inn á skapandi hátt í umhverfisvænan pappír. Einnig ef þú átt gjöf heima sem þig langar að pakka inn á umhverfisvænan hátt ertu velkomin.

Jólamynd
Ef minnstu börnin halda ekki einbeitningu yfir jólaföndrinu sýnum við einnig jólamynd um Múmínálfanna í litlu notalegu horni fremst í rýminu.

Hér má sjá jóladagskrána Norræna hússins 1/12 – 20/12 í heild sinni.