Jólastemning í Norræna húsinu


10:00-17:00
Norræna húsið opnar dyr sínar fyrir almenningi á milli klukkan 10:00-17:00, með góðri jólastemningu.
Bókasafnið okkar verður eins og áður með glæsilegan jólamarkað þar sem meðal annars verða nýlegar bækur í boði.
Í hönnunarverslunni okkar í Hvelfingu verður einnig hægt að gera góð kaup en þar verður boðið upp á 20% afslátt af öllum Artek og Iittala vörum. Endilega komið við og gerið góð kaup.
Þar að auki mun MATR kaffihús bjóða upp á jólaglögg og smákökur í gróðurhúsinu okkar, þar sem við höfum hengt upp jólaljós og skapað friðsælt afdrep fyrir gesti og gangandi í Vatnsmýrinni.
Í sýningarsalurnum Hvelfingu, verður sýningin UNDIRNIÐRI opin, líkt og aðra daga.
Á staðnum gætum við ítrustu sóttvarnareglna og bjóðum upp á handhreinsispritt og andlitsgrímu á meðan á heimsókn stendur.