Jólaskemmtun í Norræna húsinu


14:00

Laugardaginn 7. desember kl. 14-15:30 verður haldin jólaskemmtun fyrir börn og fjölskyldur í Norræna húsinu. Boðið verður upp á kaffi, djús og piparkökur og skemmtilega dagskrá með upplestri, jólatónlist og aldrei að vita nema jólasveinninn mæti…

Dagskrá:

  • Eva Rún Þorgeirsdóttir les upp úr bók sinni Stúfur hættir að vera jólasveinn
  • Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts spilar jólalög
  • Skyldi jólasveinninn koma í heimsókn?
  • Veitingar

Verið hjartanlega velkomin á jólaskemmtun í Norræna húsinu! Aðgangur er ókeypis.