Jólahátíð barnanna


11:00 - 17:00

Verið öll hjartanlega velkomin á jólahátíð barnanna í Norræna húsinu 

16. desember, kl: 11:00 – 17:00.

Boðið verður upp á fjölda skemmtilegra viðburða fyrir alla fjölskylduna. Veitingastaðurinn AALTO Bistro verður opinn fyrir þá sem vilja fá sér hádegismat eða kaffi og meðlæti.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir! 

Dagskrá: 

   • 11:00 – 17:00 Jólaverkstæði
    Föndur og fleira í Black Box
   • 11:00 – 17:00 Þrautabók barnanna
    Uppgötvið Norræna húsið með nýrri og skemmtilegri þrautabók fyrir börn. Lítil verðlaun fyrir alla sem taka þátt. Þrautabókin tekur aðeins 10-20 mín. Í bókasafninu.
   • kl: 11:00 og 12:00 Upplestur
    Upplestur úr bókinni Jóladýrin eftir margverðlaunaða rithöfundinn Gerði Kristnýju
    (á íslensku, 20 mín.). Í barnabókasafninu.
   • kl. 13:00- 13:30 Jólaleikritið Týndu jólin með Þorra og Þuru //UPPBÓKAÐ//
    Fyrir 2ja ára og eldri (á íslensku, 30 mín). Vinsamlegast ath að jólaleikritið er því miður uppbókað en Þorri og Þura verða með okkur á jólaballinu sem byrjar kl. 13:45.
   • kl. 13:45 – 14:30 Jólaball með Þorra og Þuru
    Dönsum, syngjum og leikum í hátíðarsal Norræna hússins.
    Kannski kemur jólasveininn í heimsókn!
   • kl. 15:00 Jólamynd «Jól í Furufirði» í Salnum
    Myndin er með íslensku tali (76 mín.).

   

Hér má sjá jóladagskrá Norræna hússins 1/12 – 20/12 í heild sinni.