Jólabíó barnanna
Velkomin á jólabíó barnanna!
Sýningarsalur: Barnabókasafn
Hér má sjá jóladagskrána Norræna hússins 1/12 – 20/12 í heild sinni.
Jólin hennar Gurru
9. desember kl. 15:00
18. desember kl. 11:00 & 13:00
19. desember kl. 11:00 & 13:00
20. desember kl. 11:00 & 13:00
Gurra er lítið og uppátækjasamt svín sem býr með yngri bróður sínum George, Svínamömmu og Svínapabba. Gurru finnst gaman að leika sér, klæða sig upp, uppgötva nýja staði, og kynnast nýjum vinum. En það sem henni finnst skemmtilegast af öllu er að stökkva í drullupolla.
-11. teiknimyndir, lengd alls 42 mínútur. Íslenskt tal.
Mamma Mu – Krákujól
10. desember kl. 13:00
17. desember kl. 13:00
18. desember kl. 15:00
19. desember kl. 15:00
Mamma Mu er afar fróðleiksfús kýr sem langar að læra svo margt að hún hefur alltaf nóg að gera. Hana langar til dæmis til að læra að hjóla, dansa, kafa, renna sér, róla og allt hitt sem öðrum finnst gaman að gera. Svo finnst Mömmu Mu ákaflega gaman að eignast nýja vini því henni finnst svo skemmtilegt að hafa félagsskap. En fyrst þarf hún að vona að þeir sem hún hittir vilji verða vinir hennar því það vilja ekki allir umgangast kýr, sérstaklega ekki svona skrýtnar kýr eins og Mömmu Mu.
-6. teiknimyndir, lengd alls 47 mínútur. Íslenskt tal.