Jól í Norræna húsinu á þriðjudögum og sunnudögum


Velkomin á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna

Það verða umhverfisvæn jól í Norræn húsinu með námskeiðum og vinnustofum á sunnudögum og þriðjudögum í desember. Við ætlum að endurhanna, endurnýta og sýna sjálfbærar lausnir með hjálp þekktra hönnuða og listamanna. Föndursmiðjur verða fyrir börn allan mánuðinn og anddyri hússins verður breytt í huggulega jólastofu með ekta norrænu hygge. Við sýnum jólamyndir á stórum skjá, skipuleggjum piparkökusýningu og þann 18. desember verður jólaball neð Pollapönk fyrir alla fjölskylduna.

Fylgstu með hér á vefnum eða á Facebook síðunni okkar fyrir nánari upplýsingar og skráningu í  vinnustofur.