CLOSEUPS – Ingunn Vestby


Norska listakonan Ingunn Vestby notar myndmál náttúrunnar sem innblástur í CLOSEUPS sem samanstendur af ljósmyndum, textíl, akrýl málverkum og útsaumi.

CLOSEUPS vísar í hvernig hún vinnur myndmálið sem hún finnur í náttúrunni undir smásjá og endurvarpar því, gefur því nýtt líf. Abstrakt túlkun og stækkun á formum frumum og efni leiðir oft til þess að hún finnur nýtt munstur eða nýja kápu fyrir náttúruna að spóka sig í. Myndirnar endurspegla ferla náttúrunna og stöðuga endurtekningu sem á sér stað í árstíðarskiptum og þróun svo óljóst er hvort eitthvað sé að fara að myndast eða leysast upp.

Sýningin er opin virka daga 13-17 og 10-17 um helgar. Aðgangur á sýninguna er ókeypis.

Ingunn er fædd 1956 í Noregi en hefur verið búsett í Danmörku um nokkuð skeið. Vestby stundaði nám við Kaupmannahafnarskóla Applied Arts og í NY Carlsberg Glyptoteks teaching School. Hún hefur starfað sem myndlistarkona í 30 ár og tekið þátt í fjölmörgum hópsýningum, biennals-og trieníum víða um heim.

 

 

http://www.ingunnvestby.com/