Ingmar Bergman Through the Choreographer’s Eye (SE)
20:00 - 22:00
Ingmar Bergman Through the Choreographer’s Eye (SE)
Miðvikudagur 28. febrúar kl. 20:00-22:00
Verið velkomin á kvikmyndakvöld tileinkað dansi! Ókeypis inn og hægt að bóka miða TIX.is.
Dokumentar (51 min) + Behind the scenes (39 min.) Leikstjóri: Fredrik Stattin
Enskur texti
Sem leikstjóri var Bergman einna líkastur danshöfundi. Í verkum hans er greinilegt fágað dansmál –fagrar hreyfingar höfuðs eða handar, jafnvel með depli auga. Ósýnileg hönd Bergman er stöðugt að stýra leikaranum í vangadansi um rýmið.
Í þessari heimildarmynd túlka fjórir sænskir danshöfundar Ingmar Bergman með fjórum ólíkum dansverkum. Dansverkin eru tengd með myndum af nátturfegurð Fårö og Hammars ásamt hugleiðingum meistarans sjálfs um hreyfingu og tónlist.
“Behind the scenes”
Í myndinni eru samtöl við danshöfunda og ræða þau vinnuna sína og hvernig Ingmar Bergman hefur veitt þeim innblástur
Við fylgjumst einnig með þeim með æfingum og við gerð myndarinnar ‘Ingmar Bergman Throug the Choreographer´s Eye’.
Viðburðurinn er í samstarfi við sendiráð Svíþjóðar á Íslandi, Dansverkstæðið/ Danceatelier, Dansgarðurinn – Klassíski Listdansskólinn
Heimildarmyndin var viðurkennt sem framúrskarandi listrænt á Alþjóðlegu sjónvarpshátiðinni í Prag árið 2017.